Home Fréttir Í fréttum 23.09.2021 Almenningssalerni fyrir Skíðasvæði höfuðborgasvæðisins í Bláfjöllum – Salernishús

23.09.2021 Almenningssalerni fyrir Skíðasvæði höfuðborgasvæðisins í Bláfjöllum – Salernishús

133
0
Mynd: Visir.is

F.h. Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins  er óskað eftir tilboðum í eftirfarandi verkefni:

<>

Almenningssalerni fyrir Skíðasvæði höfuðborgasvæðisins í Bláfjöllum – Salernishús, útboð nr. 15291

Útboðsgögn verða aðgengileg á útboðsvef Reykjavíkurborgar frá kl. 15:00 þann 8. september 2021, á vefslóðinni: http://utbod.reykjavik.is   Nýskráning fyrirtækja hefst með því að smella “Nýskráning“.

Vakin er athygli á að allar fyrirspurnir verður að senda gegnum útboðsvef Reykjavíkurborgar. Fyrirspurnum sem berast með öðrum hætti verður ekki svarað.

Tilboðum skal skila með rafrænum hætti á framangreindan útboðsvef Reykjavíkurborgar eigi síðar en kl. 10:15, 23. september 2021. 

Lýsing á verkefninu: 
Verkefnið fellst í útvegun á fullbúnu salernishúsi/smáhýsi til að setja niður á byggingarreit sem skilgreindur hefur verið fyrir Skíðagöngufélagið Ull í Bláfjöllum.

Miðað er við salernishús með 2 almennum snyrtingum og 1 snyrtingu fyrir fatlaða.

Innfalið í verkinu er niðursetning á húsinu og allar tengingar við tengipunkta veitulagna sem verða á byggingarreit.

Verkkaupi mun skila byggingarreit með fyllingu 650 mm neðan gólfkóta.

Verktaki skal annast alla aðra vinnu við grundun og sökkla, auk jarðvinnu og jöfnun lands að húsi.

Verkkaupi tekur við húsinu eftir að það er komið í fulla starfsemi á staðnum og að undangenginni lokaúttekt byggingafulltrúa og/eða eftirlits, án athugasemda.

Verkið krefst þess að á húsið sé skráð byggingastjóri og sækja þarf um byggingarleyfi. Þessa hluti skal verktaki sjá um.