Home Fréttir Í fréttum Borgin gefur grænt ljós á flugskýli

Borgin gefur grænt ljós á flugskýli

120
0
Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Skipu­lags­full­trúi Reykja­vík­ur hef­ur tekið já­kvætt í um­sókn fé­lags­ins Örygg­is­fjar­skipta ehf. um leyfi til að byggja nýtt flug­skýli á Reykja­vík­ur­flug­velli fyr­ir björg­un­arþyrl­ur Land­helg­is­gæsl­unn­ar.

<>

Eins og fram hef­ur komið rúm­ar nú­ver­andi flug­skýli ekki flug­flota Gæsl­unn­ar, þ.e. þrjár björg­un­arþyrl­ur og flug­vél.

Skýlið er að stofni til frá ár­inu 1943 og að mörgu leyti úr­elt.

Hinn 16. júní sl. var gengið frá sam­komu­lagi milli Land­helg­is­gæsl­unn­ar og fé­lags­ins Örygg­is­fjar­skipta ehf., sem er í eigu rík­is­ins og fjár­magnað hef­ur búnað og séð um upp­bygg­ingu á hús­næði og mann­virkj­um Neyðarlín­unn­ar.

Í sam­komu­lag­inu er kveðið á um að Örygg­is­fjar­skipti ehf. fjár­magni og byggi flug­skýli í þágu LHG.

Enn frem­ur að bygg­ing­in verði þannig úr garði gerð að hana megi taka niður og flytja þegar flug­starf­semi legg­ist af á Reykja­vík­ur­flug­velli.

Heimild: Mbl.is