Home Fréttir Í fréttum Tafir á framkvæmdum við Fossvogsskóla

Tafir á framkvæmdum við Fossvogsskóla

107
0
Vinna við uppsetningu einingahúsanna á lóð Fossvogsskóla hófst 30. ágúst. Búist er við að kennsla geti hafist þar um næstu mánaðamót. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Taf­ir verða á vinnu við upp­setn­ingu fær­an­legra kennslu­stofa á skóla­lóð Foss­vogs­skóla og því mun kennsla í 2. til 4. bekk verða áfram í hús­næði Hjálp­ræðis­hers­ins. Eða þar til hús­in verða til­bú­in.

<>

Í pósti frá um­hverf­is- og skipu­lags­sviði Reykja­vík­ur­borg­ar, sem hef­ur verið send­ur á for­eldra, seg­ir að sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Terra, sem sér um upp­setn­ing­una, verði taf­ir á því að þær verði til­bún­ar miðað við upp­haf­lega áætl­un um að upp­setn­ingu yrði lokið þann 15. sept­em­ber.

Seink­un á af­hend­ingu og hús­in hönnuð til nota í heit­ari lönd­um

„Taf­irn­ar má að mestu rekja til seink­un­ar á seinni hluta send­ing­ar­inn­ar vegna Covid-19. Að auki eru ein­ing­arn­ar hannaðar til nota í heit­ari lönd­um en á Íslandi og hef­ur vinna við að þykkja út­veggi verið meiri en reiknað var með. Þetta hef­ur einnig tafið fram­kvæmda­ferlið,“ seg­ir í póst­in­um.

Ann­ar til fjórði bekk­ur verður því enn um sinn í hús­næði Hjálp­ræðis­hers­ins. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

„Af fram­an­greindu er ljóst að kennsla í 2. – 4. bekk mun því verða áfram í hús­næði Hjálp­ræðis­hers­ins eða þar til ein­ing­arn­ar verða til­bún­ar.

Starfs­fólk Foss­vogs­skóla og nem­end­ur hafa lýst yfir mik­illi ánægju með veru sína í hús­næði Hjálp­ræðis­hers­ins. Þá hafa mót­tök­ur starfs­fólks­ins þar verið sér­lega hlýj­ar og nota­leg­ar og sann­ar­lega hef­ur það lagt sitt af mörk­um til að öll­um líði vel þar,“ seg­ir enn frem­ur.

Heimild: Mbl.is