Home Fréttir Í fréttum Bifreiðastöð Oddeyrar þarf að víkja af lóð sinni á Akureyri

Bifreiðastöð Oddeyrar þarf að víkja af lóð sinni á Akureyri

67
0
Mynd: Ruv.is

Bif­reiðastöð Odd­eyr­ar mun þurfa að víkja af lóð sinni í miðbæ Akureyrar fyrir 1. apríl á næsta ári. Þetta var ákveðið á fundi bæjarráðs Akureyrar í 3 sept sl.

<>

Ekki er gert ráð fyrir leigubílastöð BSO í miðbæ Akureyrar í nýju miðbæjarskipulagi bæjarins en leigubílstjórar á Akureyri vilja vera áfram í húsinu sem var tekið í notkun fyrir rúmum 65 árum, þann 16. febrúar árið 1956.

„Við vilj­um alls ekki fara. Við erum á stað sem er bú­inn að sýna það og sanna síðastliðin 65 ár, sem þetta hús er búið að vera, að það hafi menn­ing­ar­legt gildi fyr­ir marga Ak­ur­eyr­inga sem koma hingað dag­lega.

Eins er það mik­il­vægt fyr­ir næt­ur­lífið,“ seg­ir Mar­grét Elísa­bet Ims­land Andrés­ar­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri BSO, um ákvörðunina í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Guðmund­ur Bald­vin Guðmunds­son, formaður bæj­ar­ráðs Ak­ur­eyr­ar, seg­ir í sam­tali við Morg­un­blaðið að von­ir standi til að hús­næði finn­ist í miðbæn­um þar sem BSO geti haldið áfram rekstri sjopp­u og leigu­bílaþjón­ust­u. Hann segir að einhugur hafi verið um málið inn­an bæj­ar­ráðs.

Í vor var rætt við Hönnu Rósu Sveinsdóttur, sérfræðing á Minjasafninu á Akureyri í fréttum RÚV en hún telur eftirsjá af húsinu sem hefur verið stór hluti af bæjarmynd Akureyrar og bæjarbragnum.

„Varðveislugildi hússins má segja að sé fyrst og fremst fólgið í menningarsögu þess og tengsl þess við sögu bæjarins.

Bæði atvinnusöguna og þeirra bílstjóra sem voru hér og voru hér í tugatali þegar mest var. Og svo náttúrulega bara hluti af bæjarbragnum,“ segir hún.

Heimild: Kaffid.is