Home Fréttir Í fréttum Stórum áfanga náð á útsýnispallinum á Bolafjalli

Stórum áfanga náð á útsýnispallinum á Bolafjalli

253
0
Vonast er til þess að pallurinn verði einn vinsælasti ferðamannastaður Vestfjarða. HAFÞÓR GUNNARSSON

Það er að koma lokamynd á útsýnispallinn á hinu 640 metra háa Bolafjalli við Bolungarvík. Pallurinn opnar í haust, aðeins tveimur árum eftir að hugmyndin kom fyrst upp.

<>

Pallurinn var smíðaður í Póllandi og fluttur til landsins, þar sem hann var boraður inn í fjallið.

Nú hefur útsýnisglerið verið sett á fremsta punkt pallsins, en þar munu þeir allra hugrökkustu njóta stórfenglegs útsýnis yfir Ísafjarðardjúpið.

HAFÞÓR GUNNARSSON
HAFÞÓR GUNNARSSON
HAFÞÓR GUNNARSSON

Iðnaðarmenn hafa undið hörðum höndum að verkefninu í yfir sex hundruð metra hæð. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum eru þetta einstaklega krefjandi og hættulegar aðstæður. Hafþór Gunnarsson hefur myndað verkefnið frá upphafi og þannig skrásett þessa einstöku framkvæmd.

Sallarólegir á stálbitum í 640 metra hæð.
HAFÞÓR GUNNARSSON
Einbeitingin í hámarki.
HAFÞÓR GUNNARSSON

Eins og komið hefur fram í umfjöllun okkar um verkefnið veitti Framkvæmdasjóður ferðamannastaða 160 milljónum króna til byggingar pallsins. Búast má við því að pallurinn verði einn vinsælasti ferðamannastaður Vestfjarða.

Fylgst með að allt gangi vel fyrir sig.
HAFÞÓR GUNNARSSON

Heimild: Visir.is