Home Fréttir Í fréttum Dauði er­lends vinnu­afls ó­út­skýrður í sjö­tíu prósent til­fella

Dauði er­lends vinnu­afls ó­út­skýrður í sjö­tíu prósent til­fella

123
0
Einn af nýjum leikvöngum Katar sem var enn í byggingu í nóvember 2020. Fréttablaðið/AFP

Yfir­völd í Katar hafa ekki rann­sakað nægi­lega vel or­sök dauðs­falla hjá er­lendu vinnu­afli síðast­liðinn ára­tug, sam­kvæmt nýrri skýrslu Unicef, en árið 2010 vann Katar réttindi til að halda Heims­meistara­mótið í fót­bolta árið 2022.

<>

Meira en 6500 er­lent starfs­fólk frá Ind­landi, Pakistan, Nepal, Bangla­dess og Sri Lanka hefur látist í byggingar­iðnaði í landinu síðan ákvörðunin var tekin, sam­kvæmt grein The Guar­dian frá því í febrúar á þessu ári.

Enn fremur er talið að tólf er­lendir starfs­menn hafi látist í hverri viku að meðal­tali frá lok árs 2010.

Landið hefur unnið að gríðar­legri upp­byggingu á þessum tíma, aðal­lega í tengslum við undir­búning fyrir þetta mót. Margt er búið en annað er enn í vinnslu. Meðal verkefnanna eru sjö nýir leik­vangar, ný hótel, ný borg og nýr flug­völlur.

Merkingarlaus dánarvottorð

Um sjö­tíu prósent dánar­vott­orða sem yfir­völd Katar hafa gefið út vegna vinnu­afls frá Ind­landi, Nepal og Bangla­dess hafa haldið því fram að starfs­fólkið, mest ungir menn, hafi dáið af illa skil­greindum náttúru­legum or­sökum.

Allt starfs­fólk sem hyggst ferðast til Katar og taka þátt í byggingar­vinnu þarf að fara í gegnum heilsu­fars­at­hugun áður en farið er í ferðina.

Skýrslan gefur til kynna að þessi dánar­vott­orð séu svo gott sem merkingar­laus. Í góðu heil­brigðis­kerfi ætti að vera hægt að skýra allt að 99 prósent dauðs­falla með meira af­gerandi hætti.

Þegar dauðs­fall er sagt vera af náttúru­legum or­sökum fá fjöl­skyldur þess látna engar bætur. Í mörgum til­fellum eru þessar fjöl­skyldur einnig að tapa helstu fyrir­vinnu heimilisins.

Langir dagar og líkamlega erfið vinna

Am­ne­sty hefur áður vakið at­hygli á hættunum sem stafa af því að vinna langa daga og líkam­lega erfiða vinnu í jafn heitu lofts­lagi og er í Katar.

Katar hefur gert ein­hverjar ráð­stafanir til að lág­marka vinnu­tíma í mesta hitanum en Am­ne­sty telur þó ekki nógu vel staðið að því að rann­saka hita­tengd dauðs­föll.

Einn af leikvöngunum sem Katar hefur verið að byggja. Fréttablaðið/AFP

„Þegar til­tölu­lega ungir og hraustir menn deyja skyndi­lega eftir langan vinnu­dag í miklum hita, vekur það al­var­lega spurningar um öryggi á vinnu­svæðum í Katar,“ segir Ste­ve Cock­burn, for­stjóri mál­efna tengdum efna­hags­legu og fé­lags­legu jafn­rétti hjá Am­ne­sty International.

„Með því að rann­saka ekki undir­liggjandi or­sök dauða er­lends vinnu­afls eru yfir­völd í Katar að hunsa hættu­merki sem gætu bjargað lífum ef þau eru tekin al­var­lega,“ segir Ste­ve.

David Bail­ey, veiru­fræðingur sem starfar fyrir Al­þjóða­heil­brigðis­stofnunina í nefnd um dánar­vott­orð, segir að frasar eins og „náttúru­leg or­sök“ ættu ekki að sjást á dánar­vott­orðum nema nánari út­listun fylgi.

Í skýrslunni eru mál sex manna skoðuð sér­stak­lega.

Heimild: Frettabladid.is