Home Fréttir Í fréttum Vinna við nýtt tengivirki í Hrútatungu gengur vel

Vinna við nýtt tengivirki í Hrútatungu gengur vel

147
0
Séð yfir framkvæmdasvæði í Hrútatungu. Mynd: Landsnet.

Í Hrútatungu er verið að reisa nýtt tengivirki fyrir Landsnet en það fór fór mjög illa í óveðrinu sem gekk yfir í desember 2019. Eftir því sem fram kemur á Facebooksíðu fyrirtækisins ganga framkvæmdir mjög vel.

<>

Jarðvinnuverktakinn Úlfstaðir hefur þegar steypt botnplötu strenggryfjunnar og er að hefjast handa við að slá upp fyrir veggjum.

Gamla virkið er hefðbundið útivirki sem tekið var í notkun 1979 og er því orðið ríflega 40 ára en hið nýja verður yfirbyggt 132 kV gaseinangrað tengivirki á sama stað.

Tengivirkið í Hrútatungu liggur nálægt botni Hrútafjarðar við Hrútafjarðará og er mikilvægur tengipunktur þar sem Vesturlína (GL1) tengist 132 kV byggðarlínuhringnum.

Á heimasíðu Landsnets  segir að áætlað sé að virkið verði spennusett haustið 2022.

Heimild: Feykir.is