Home Fréttir Í fréttum Breyta deiliskipulagi á saltgeymslulóð í Reykjanesbæ

Breyta deiliskipulagi á saltgeymslulóð í Reykjanesbæ

115
0

Rafrænn Íbúafundur um skipulagsmál verður haldinn fimmtudaginn 19. ágúst frá kl. 18:00 til 19:00. Fundurinn varðar breytingu á deiliskipulagi saltgeymslulóðar við Hafnargötu 81-85. 

<>

Í gildandi deiliskipulagstillögu er núverandi saltgeymsla fjarlægð og heimilt er að reisa þrjú fjölbýli á lóðinni.

Breytingin felst í að halda saltgeymslunni sem þjónustu- húsnæði og reisa tvö háhýsi á lóðinni.

Upptaka af fundinum verður aðgengileg 31. ágúst . Opið verður fyrir samtalið eftir að fundi líkur og leitast verður við að svara öllum spurningum.

Formlegar athugasemdir þurfa þó að berast skriflega eins og fram kemur í skipulagsauglýsingu á heimasíðu Reykjanesbæjar

Frestur til að skila inn athugasemdum er til 31. ágúst 2021. Skila skal inn skriflegum athugasemdum á skrifstofu Reykjanesbæjar á Tjarnargötu 12 Reykjanesbæ eða á netfangið skipulag@reykjanesbaer.is

Fundurinn verður einungis rafrænn og fer fram á Facebook síðu Reykjanesbæjar.

Facebook viðburður er hér þar sem fundurinn og umræðurnar fara fram.

Heimild: Sudurnes.net