Home Fréttir Í fréttum 07.09.2021 Endurnýjun umferðarljósa í Reykjavík

07.09.2021 Endurnýjun umferðarljósa í Reykjavík

133
0
Mynd: Vísir/Ernir

F.h. umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar er óskað eftir tilboðum í eftirfarandi verk:

<>

Endurnýjun umferðarljósa í Reykjavík, útboð nr. 15289

Útboðsgögn verða aðgengileg á útboðsvef Reykjavíkurborgar frá kl. 16:00 þann 24. ágúst 2021, á vefslóðinni: http://utbod.reykjavik.is   Nýskráning fyrirtækja hefst með því að smella “Nýskráning“.

Vakin er athygli á að allar fyrirspurnir verður að senda gegnum útboðsvef Reykjavíkurborgar. Fyrirspurnum sem berast með öðrum hætti verður ekki svarað.

Tilboðum skal skila með rafrænum hætti á framangreindan útboðsvef Reykjavíkurborgar eigi síðar en: Kl. 10:00, 7. september 2021.

Ekki verður haldinn formlegur opnunarfundur.

Lýsing á verkefninu:

Verkefnið felst í því að endurnýja umferðarljósabúnað og lagnaleiðir við 7 ljósastýrð gatnamót ásamt því að bæta úr aðgengismálum við gatnamótin með því að setja leiðarlínur og viðvörunarhellur í yfirborð. Jafnframt verður bætt úr götulýsingu og yfirborðsmerkingar endurgerðar. Á þremur gatnamótum verður farið í meiri yfirborðsbreytingar eins og t.d. aflögn á akreinum/afreinum og þrengingu.

Gert er ráð fyrir að verktaki taki hvern stað fyrir og klári áður en byrjað er á nýjum stað.

Helstu verkþættir eru: Gröftur, fylling, veitulagnir (rafmagn), útskipting á umferðarljósakerjum, niðursetning skynjara, steyptar stéttar, hellulögn og annar yfirborðsfrágangur.