Home Fréttir Í fréttum Vegagerðin : Skoða að skipta upp vinnu við Gilsárbrú

Vegagerðin : Skoða að skipta upp vinnu við Gilsárbrú

224
0

Vegagerðin skoðar nú hvernig hægt sé að endurhugsa útboð á nýrri brú yfir Gilsá á Völlum.

<>

Ekkert tilboð barst í verkið þegar það var upphaflega boðið út í júlí.

Gilsárbrúin var meðal þeirra fimm verka á Austurlandi sem Vegagerðin bauð út í júlí. Tilboð bárust í hin verkin fjögur.

Sveinn Sveinsson, umdæmisstjóri Vegagerðarinnar á Austurlandi, segir til skoðunar að skipta upp útboðinu, að bjóða sér út efni og smíði stálvirkis brúarinnar annars vegar, sem yrði þá afhent Vegagerðinni sem síðan skilaði því áfram til þess verktaka sem byði best í byggingu brúarinnar.

Hann segir málið skýrast á næstu dögum.

Brúin yfir Gilsá, sem skilur að Velli og Skriðdal, er einbreið og við hana vinkilbeygja.

Til stendur að breikka brúna og endurbyggja veginn sem liggur að henni.

Við það færist vegurinn aðeins ofar þannig að beygjan verður aflíðandi svo hámarkshraði á svæðinu verður 90 km/klst.

Heimild: Austurfrett.is