Home Fréttir Í fréttum Grjótaþorpið í uppnámi yfir garðhýsi

Grjótaþorpið í uppnámi yfir garðhýsi

118
0
Sverrir Guðjónsson og Oddur Björnsson við garðhýsi í Grjótaþorpinu. mbl.is/Unnur Karen

Kurr er í íbú­um Grjótaþorps­ins í Reykja­vík þar sem áber­andi garðhýsi sit­ur nú í garði eins af elstu hús­um þorps­ins, Há­kots við Garðastræti.

<>

Garðhýsið er viðbygg­ing sem var flutt frá Ak­ur­eyri og færð í Grjótaþorpið í byrj­un júlí.

Að sögn Sverr­is Guðjóns­son­ar og Odds Björns­son­ar, íbúa í þorp­inu, feng­ust upp­lýs­ing­ar um komu garðhýs­is­ins með litl­um fyr­ir­vara.

„Það er skotið fyrst og spurt svo. Ég hef talað við flesta í þorp­inu. Það er samstaða um vilja til að láta fjar­lægja hýsið.

Við erum hrein­lega í upp­námi,“ seg­ir Sverr­ir og bæt­ir við að íbú­ar hafi strax sent er­indi til bygg­ing­ar­full­trúa Reykja­vík­ur­borg­ar.

Sett niður í leyf­is­leyfi

„Við fáum í raun eng­in svör fyrr en tæp­um mánuði síðar. Það gekk mjög erfiðlega að fá ein­hver viðbrögð frá borg­inni, sem er óþægi­legt af því það þarf að bregðast skjótt við þessu,“ seg­ir Sverr­ir og nefn­ir að vönt­un hafi verið á grennd­arkynn­ingu.

„Það hef­ur yf­ir­leitt verið lögð mik­il áhersla á slík­ar kynn­ing­ar þegar á að breyta um­hverfi í ná­grenni við íbúa.“

Mánuði eft­ir að íbú­ar sendu bygg­ing­ar­full­trúa er­indi bár­ust þau svör að þar sem um­rætt smá­hýsi væri nær lóðamörk­um en þrem­ur metr­um hefði eig­anda verið gert að leggja fram skrif­legt samþykki lóðar­hafa aðlægra lóða, sem er í þessu til­felli skrif­stofa rekst­urs og um­hirðu borg­ar­lands­ins, þar sem um borg­ar­land er að ræða.

Borg­ar­land er sam­heiti yfir allt það landsvæði sem til­heyr­ir Reykja­vík­ur­borg: göt­ur, gang­stétt­ir, stíga og opin svæði.

Bygg­ing­ar­full­trúi staðfesti síðan í sam­skipt­um við Odd að af­greiðsla fyr­ir leyfi á hýs­inu hefði ekki farið fram. „Þegar ég spyr um viður­lög varðandi það að setja niður hýsið í leyf­is­leysi er fátt um svör,“ seg­ir Odd­ur.

Til­finn­inga­legt gildi um­hverf­is

„Það er eins og það gildi aðrar regl­ur fyr­ir borg­ar­land en þann ná­granna sem þarf að lifa við þetta. Það er eng­inn á skrif­stofu sem sér um borg­ar­land sem þarf að búa þarna.

Þá er spurn­ing­in: gilda aðrar regl­ur fyr­ir borg­ar­land en íbú­ann?“ seg­ir Sverr­ir og nefn­ir að verið sé að brjóta jafn­ræðis­regl­ur ef garðhýsið fær að standa.

„Ég reikna nú með að bygg­ing­ar­full­trúi skilji það vel að um­hverfið hafi til­finn­inga­legt gildi. Við erum mörg hér sem höf­um búið hér til margra ára.

Hýsið breyt­ir mynd göt­unn­ar og fell­ur mjög illa að um­hverf­inu að okk­ar mati,“ seg­ir Sverr­ir. Að sögn hans ligg­ur málið nú á borði um­hverf­is- og skipu­lags­sviðs, sem sér um rekst­ur og um­hirðu borg­ar­lands.

„Ég held að það sé miklu betra að vera ekki að bíða eft­ir niður­stöðu um leyf­is­veit­ingu. Íbúar geta kært ákvörðun um leyf­is­veit­ingu en mér skilst að leyfi verði veitt, sama hvað, þar sem það er ein­ung­is forms­atriði.

Við þurf­um að reyna að vera á und­an eig­anda skúrs­ins. Það er verra að bregðast við eft­ir á,“ seg­ir Odd­ur.

Heimild: Mbl.is