Home Fréttir Í fréttum 10.08.2021 Sauðárkrókur – upptekt þvergarðs og lenging Norðurgarðs 2021

10.08.2021 Sauðárkrókur – upptekt þvergarðs og lenging Norðurgarðs 2021

136
0
Mynd: Ruv.is

Skagafjarðarhafnir óska eftir tilboðum í að lengja Norðurgarð Sauðárkrókshafnar um 30 metra og taka upp þvergarð innan við garðinn og nota efni úr honum í grjótvörn og kjarnafyllingu lengingarinnar.

<>

Helstu magntölur:

· Útlögn á grjóti úr námu, um 3.700 m3

· Upptekt, endurröðun og losun efnis á losunarsvæði, um 10.000 m3

Verkinu í heild skal lokið eigi síðar en 15. mars 2022.

Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu TendSign frá og með miðvikudeginum 28. júlí 2021 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 10. ágúst 2021.

Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda og verðtilboð.