Home Fréttir Í fréttum Með yfir 500 nýjar íbúðir

Með yfir 500 nýjar íbúðir

243
0
ÞG verk mun í haust hefja sölu íbúða í Arkarvogi í Vogabyggð í Reykjavík. Teikning/ONNO

Þor­vald­ur Giss­ur­ar­son, for­stjóri ÞG verks, seg­ir fyr­ir­tækið munu setja á sjötta hundrað íbúðir í sölu á síðari hluta þessa árs og á næsta ári.

<>

Hann seg­ir lag­er fyr­ir­tæk­is­ins af nýj­um íbúðum að selj­ast upp, ef frá er talið Hafn­ar­torgið, en þær eru meðal ann­ars í Urriðaholti.

Fyr­ir­tækið hyggst setja á sjötta hundrað nýj­ar íbúðir á markað fyr­ir árs­lok 2022 í Voga­byggð í Reykja­vík, í Smára­byggð í Kópa­vogi, í Urriðaholti í Garðabæ og á Akra­nesi.

Þá er fyr­ir­tækið með fleiri íbúðir á teikni­borðinu sem koma á markað síðar.

Fram­boðið minna en eft­ir­spurn­in

Þor­vald­ur vænt­ir góðrar spurn­ar eft­ir íbúðunum.

„Þetta eru góðar staðsetn­ing­ar og íbúðirn­ar eru fjöl­breytt­ar og vandaðar. Svo er fram­boðið af nýj­um íbúðum miklu minna en eft­ir­spurn­in.

Það eru fáar ný­bygg­ing­ar á sölu en auðvitað mun það breyt­ast. Til dæm­is erum við að fara að setja tölu­verðan fjölda íbúða á markað,“ seg­ir Þor­vald­ur.

Meðal ann­ars mun ÞG verk hefja sölu yfir 160 íbúða í Ark­arvogi í Voga­byggð í Reykja­vík í haust og svo álíka margra íbúða í Sunnu­smára, sunn­an Smáralind­ar, um mitt næsta ár.

Þor­vald­ur Giss­ur­ar­son, for­stjóri ÞG verks. Morg­un­blaðið/Á​rni Sæ­berg

Nán­ar er fjallað um málið í ViðskiptaMogg­an­um.

Heimild: Mbl.is