Home Fréttir Í fréttum Áætlað að Skógarböðin við Akureyri opni í byrjun næsta árs

Áætlað að Skógarböðin við Akureyri opni í byrjun næsta árs

608
0
Skjáskot: N4

Áætlað er að nýr baðstaður sem ber heitið Skógarböðin opni við Akureyri þann 11. febrúar á næsta ári.

<>

Framkvæmdir hófust við Skógarböðin í október á síðasta ári en stærstu eigendur eru hjónin Finnur Aðalbjörnsson og Sigríður María Hammer. Þetta kemur fram í umfjöllun N4.

Í umfjöllun sjónvarpsstöðvarinnar N4 um málið segir að laugarsvæðið verði um 500 fm að stærð og muni samanstanda af tveimur laugum.

Á svæðinu verður einnig þurrsána og kaldur pottur. Í húsnæði Skógarbaðanna verða búningsklefar, veitingasalur og afgreiðsla um 730 fm að stærða.

Alls geta 200 gestir verið í böðunum í einu.

Heimild: Kaffid.is