Vegagerðin óskar eftir tilboðum í byggingu brúar yfir Stóru-Laxá, gerð nýs vegkafla Skeiða- og Hrunamannavegar
beggja vegna, breikkun vegamóta við Skarðsveg (3312) og við Auðsholtsveg (340-01) og gerð
reiðstígs.Nýja Brúin verður verður til hliðar við núverandi brú, tvíbreið, staðsteypt, eftirspennt bitabrú, 145 m löng í fjórum höfum. Lengd vegkafla er rúmlega 1000 m og lengd reiðstígs rúmir 300 m.
Helstu magntölur eru:
Vegagerð:
– Fyllingar 9.000 m3
– Ónothæfu efni jafnað á losunarstað 7.000 m3
– Styktarlag 5.000 m3
– Burðarlag 1.850 m3
– Tvöföld klæðing 8.400 m2-
– Bitavegrið, uppsetning 580 m
Brúargerð
– Grjótvörn 1.600 m3
– Gröftur 9.400 m3
– Fylling við steypt mannvirki 9.400 m3
– Bergskering 200 m3
– Sponsþil 130 m
– Mótafletir 3.800 m2
– Steypustyrktarjárn 270 tonn
– Spennt járnalögn 34 tonn
– Steypa 2.300 m3
– Brúarvegrið 290 m
Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 30. september 2022.
Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu TendSign frá og með mánudeginum 26. júlí 2021 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 24. ágúst 2021.
Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda og verðtilboð.
Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu.
Leiðbeiningar fyrir útboðsvefinn TendSign.