Home Fréttir Í fréttum HUG-Verktakar áttu lægsta tilboð í endurbætur á viðhaldsverkstæði Isavia

HUG-Verktakar áttu lægsta tilboð í endurbætur á viðhaldsverkstæði Isavia

256
0

Isavia stendur í miklum framkvæmdum á Keflavíkurflugvelli um þessar mundir og hluti af þeim er endurnýjun á lager-, skrifstofurými og viðhaldsverkstæði fyrirtækisins á flugvallarsvæðinu. Ríkiskaup buðu verkið út fyrir hönd fyrirtækisins og voru tilboð í verkið opnuð á dögunum.

<>

Um er að ræða framkvæmdasvæði uppá tæpa 3.000 fermetra og eru helstu verkliðir bæði innan- og utandyra.

Það voru HUG-verktakar sem áttu lægsta boð í verkið sem hljóðaði uppá rúmar 119 milljónir króna en kostnaðaráætlun verkkaupa var 124 milljónir, öll önnur tilboð sem bárust voru yfir kostnaðaráætlun. Tilboðin má sjá hér fyrir neðan:

1. HUG-verktakar ehf.
kr. 119.640.000.-

2. TSA ehf.
kr. 143.479.798.-

3. Sparri ehf.
kr.132.886.818.-

4.Þarfaþing hf.
kr. 157.465.398.-

5. IAV
kr. 139.660.169.-

Kostnaðaráætlun kr. 124.678.170.-