Home Fréttir Í fréttum Norður­ál ræðst í fimm­tán milljarða fram­kvæmdir

Norður­ál ræðst í fimm­tán milljarða fram­kvæmdir

186
0
Ráðist verður í fimmtán milljarða króna framkvæmdir á Grundartanga árið 2024. Mynd: VERKÍS.IS

Norðurál og Landsvirkjun hafa gert með sér samkomulag um þriggja ára framlengingu á raforkusölusamningi og mun hann taka gildi þann 1. janúar 2023.

<>

Í framhaldinu mun Norðurál fara í fimmtán milljarða króna framkvæmdir: byggingu steypuskála við álverið á Grundartanga.

Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í morgun. Í nýja steypuskálanum verða álboltar framleiddirog munu framkvæmdirnar fyrst og fremst fara fram árið 2024. Með þessu skapast um hundrað tímabundin störf og 40 störf til framtíðar í steypuskálanum.

Tveir raforkusamningar gilda á milli Landsvirkjunar og Norðuráls en sá fyrri og stærri var gerður árið 1997 og heyrir upp á 161 megavatt.

Árið 2016 var gerð framlenging á samningnum, sem mun gilda til 2023, og segir til um að tenging raforkuverðs við álverið sé afnumin. Nú er raforkuverðið því tengt verði raforkumarkaðs Norðurlandanna, Nord Pool.

Framlengingin sem verið var að semja um aftengir hins vegar raforkuverið Nord Pool og verður það tengt álverði, en minni sveiflur hafa verið í því en raforkuverði á undanförnum árum. Þá verður selt magn aukið og verða 182 megavött í stað 161.

Heimild: Visir.is