F.h. umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar er óskað eftir tilboðum í eftirfarandi verk:
Barónsstígur við Sundhöll. Yfirborðsfrágangur, Útboð nr. 15270
Útboðsgögn verða aðgengileg á útboðsvef Reykjavíkurborgar frá kl. 12:00 þann 16. júlí 2021, á vefslóðinni: http://utbod.reykjavik.is Nýskráning fyrirtækja hefst með því að smella “Nýskráning“.
Vakin er athygli á að allar fyrirspurnir verður að senda gegnum útboðsvef Reykjavíkurborgar. Fyrirspurnum sem berast með öðrum hætti verður ekki svarað.
Tilboðum skal skila með rafrænum hætti á framangreindan útboðsvef Reykjavíkurborgar eigi síðar en: Kl. 10:15, 5. ágúst 2021.
Ekki verður haldinn formlegur opnunarfundur.
Lýsing á verkefninu:
Verkið felst í endurgerð og breytingum á gangstétt og bílastæðum við Sundhöll Reykjavíkur við Barónsstíg.
Verkið felst í rifi á yfirborði innan verkmarka, jarðvegsskiptum þar sem það á við, leggja
grágrýtiskant, leggja hellur, og ganga frá gróðursvæðum. Leggja skal snjóbræðslulagnir í hluta
hellulagðs svæðis s.s. gangstéttar og bílastæði, ganga frá yfirborði með götugögnum og öðrum
mannvirkjum í samræmi við útboðsgögn.
Helstu magntölur eru:
• Upprif á malbiki 470 m2
• Upprif á hellum 275 m2
• Upprif á kantsteini 65 m
• Púkkmulningur 300 m2
• Snjóbræðsluslöngur 1.065 stk
• Lagning kantsteina 70 m
• Malbikun 165 m2
• Hellulögn 590 m2
• Afvötnunarrenna með rist 10 stk
• Ídráttarrör 21 m
• Hleðsluplattar 3 stk
Lok framkvæmdatíma 31. október 2021