Home Fréttir Í fréttum Fjór­ir hóp­ar í for­vali vegna fullnaðarhönnunar á húsi Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands

Fjór­ir hóp­ar í for­vali vegna fullnaðarhönnunar á húsi Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands

203
0
Mynd: NLSH.is 

Opnaðar hafa verið þátttökutilkynningar hjá Ríkiskaupum í forvali vegna fullnaðarhönnunar á húsi Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands.

<>

Bygging Háskóla Íslands á Hringbrautarsvæðinu er hluti af uppbyggingu á nýjum Landspítala, en gert er ráð fyrir að Háskóli Íslands flytji nær alla starfsemi Heilbrigðisvísindasviðs í endurbættan Læknagarð og nýbyggingu sem mun rísa sunnan nýs meðferðarkjarna og tengjast Læknagarði sem er þar fyrir.

Auk nýbyggingarinnar, sem er um 8.300 m2, , á að breyta skipulagi og starfsemi í Læknagarði.

Fjórir hópar tilkynntu um þátttöku sína í forvalinu en þeir eru leiddir af eftirfarandi fyrirtækjum; Arkþing Nordic, Corpus3, Mannvit og Verkís.

“Næstu skref eru þau að NLSH yfirfer innsend gögn í samstarfi við HÍ og verða niðurstöður birtar um miðjan ágúst hvort hóparnir séu hæfir til að taka þátt í lokuðu útboði”, segir Sigríður Sigurðardóttir sviðsstjóri hönnunarsviðs NLSH.

Gert er ráð fyrir að útboðið verði opnað í október og þá kemur í ljós hver hópanna er með hagstæðustu tillögu og verð.

Heimild: NLSH.is