Home Fréttir Í fréttum Yrki hlutskarpast í samkeppni um nýtt ráðhús á Akureyri

Yrki hlutskarpast í samkeppni um nýtt ráðhús á Akureyri

84
0
Reiknað er með þessu útisvæði fyrir aftan ráhúsið. Eldra húsnæði þess sér í forgrunni til hægri, hið nýja þar fyrir aftan og fyrir miðri mynd. YRKI-ARKITEKTAR

Arkitektastofan Yrki-arkitektar varð hlutskörpust í hönnunarsamkeppni um nýja viðbyggingu og endurbótum á eldra húsnæði ráðhússins.

<>

Tillaga Yrki verður tekin til frekari útfærslu.

Markmiðið með framkvæmdinni er að færa alla miðlæga starfsemi Akureyrarbæjar á einn stað en fram að þessu hefur stjórnsýslan verið til húsa bæði að Geislagötu 9 og Glerárgötu 26, að því er fram kemur á vef bæjarins.

Alls bárust 14 umsóknir um þátttöku í forvali vegna hönnunarsamkeppni en fjórar stofur voru valdar til þess að skila inn tillögu. Þær hafa nú litið dagsins ljós.

Í niðurstöðu dómnefndar segir að tillaga Yrki sé í senn bæði nútímaleg og fáguð og með samspili hins eldri hluta ráðhússins og hins nýja sé virðing borin fyrir sögu hússins, sem byggt var á árunum 1949-1996.

Tillaga Yrki-Arkitekta séð að framan.
YRKI-ARKITEKTAR

Nánari upplýsingar um tillögurnar og myndir af hinum tillögunum þremur sem hlutu ekki fyrsta sæti í samkeppninni má nálgast hér.

Heimild: Visir.is