Home Fréttir Í fréttum Rofin fyrirheit um framkvæmdir

Rofin fyrirheit um framkvæmdir

169
0
Sigríður Ó. Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu. mbl.is/Eggert

Vega­gerðin hef­ur hætt við að flýta lagn­ingu nýs veg­ar um Dynj­and­is­heiði. Haf­ist var handa í októ­ber í fyrra.

<>

Sig­ríður Ó. Kristjáns­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Vest­fjarðar­stofu, seg­ir ljóst að fram­kvæmd­irn­ar séu á áætl­un, en að þær séu ein­fald­lega ekki að ganga nægi­lega hratt.

Hún seg­ir að staðið hafi til að flýta fram­kvæmd­um en að Vega­gerðin hafi fallið frá þeim áform­um sök­um þess að sam­göngu­áætlun hafi ekki verið fjár­mögnuð þegar Alþingi samþykkti hana og að ósam­ræmi sé milli fjár­mála­áætl­un­ar og sam­göngu­áætlun­ar.

„Milli þess­ara áætl­ana er, fyr­ir næstu þrjú ár, 4,5 millj­arða gat,“ seg­ir Sig­ríður í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is