Nýverið voru gerðar breytingar á deiliskipulagi Sveitarfélagsins Voga á þann veg að svæði sem merkt var “þjónustusvæði” var breytt í íbúðarsvæði.
Gert er ráð fyrir tveimur tveggja hæða fjölbýlishúsum á svæðinu, öðru með átta íbúðum og hinu með sex íbúðum.
Að auki er gert ráð fyrir einni einbýlishúsalóð. Þetta mun fjölga byggingamöguleikum í bænum og þá má geta þess að framkvæmdir á Grænuborgarsvæðinu eru hafnar og þar er verið að reisa nokkur fjölbýlishús sem áætlað er að fari í sölu í sumar.
Hér má skoða yfirlit yfir lausar lóðir í sveitarfélaginu
Heimild: Vogar.is