Home Í fréttum Niðurstöður útboða Opnun útboðs: Hringvegur (1) um Hornafjörð (EES)

Opnun útboðs: Hringvegur (1) um Hornafjörð (EES)

394
0
Hringvegur um Hornafjarðarfljót, tölvuteikning.

Vegagerðin óskaði eftir tilboðum í framkvæmd og fjármögnun verksins „Hringvegur (1) um Hornafjörð“.

<>

Framkvæmdin er í sveitarfélagi Hornafjarðar, Austur-Skaftafellssýslu.

Verkið felst í breyttri legu Hringvegar (1) um Hornafjörð og kemur til með að fækka einbreiðum brúm á Hringvegi (1) um þrjár og stytta hann um 12 km.

Verktaki skal, auk byggingu mannvirkja, fjármagna verkið að hluta til lengri tíma (20-30 ár). Verktími framkvæmdarinnar er áætlaður allt að þremur árum.

 

Eftirtaldir aðilar skiluðu inn umsókn um þátttöku í innkaupaferlinu.

Ístak hf., Mosfellsbæ

Þróun og ráðgjöf ehf., ÍAV hf. og Arctica finance hf. fyrir hönd óstofnaðs félags

ÞG verk, Reykjavík

Borgarverk ehf., Borgarnesi