Home Fréttir Í fréttum 20.07.2021 Gatnagerð og lagnir í Hamranesi

20.07.2021 Gatnagerð og lagnir í Hamranesi

186
0
Horft yfir hverfið. Ljós­mynd/​Aðsend

Hafnarfjarðarbær óskar eftir tilboðum í gatnagerð, fráveitu- og neysluvatnslagnir, ásamt lögnum fyrir hitaveitu, rafveitu og fjarskiptalagnir vegna fyrirhugaðra framkvæmda við 2. áfanga í Hamranesi i Hafnarfirði.

<>

Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu „TendSign“ frá og með þriðjudeginum 29. júní og skal tilboðum skilað rafrænt í því kerfi fyrir þriðjudaginn 20. júlí.

Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur, en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda og verðtilboð.

Verklok eru 1. maí 2022 með áfangaskilum 28. febrúar 2022.

Helstu magntölur eru:

  • Lengd gatna 830 m
  • Uppúrtekt 13.500 m3
  • Losun á klöpp í götustæði 2.000 m3
  • Losun á klöpp í skurðstæði 9.300 m3
  • Neðra burðarlag 8.200 m3
  • Fyllingar 20.000 m3
  • Malbik 8.900 m2
  • Fráveitulagnir 1.700 m
  • Skurðir veitna 940 m