Home Fréttir Í fréttum Fjarðarheiðargöng boðin út síðsumars 2022

Fjarðarheiðargöng boðin út síðsumars 2022

117
0
Svona gæti gangnamunninn Seyðisfjarðarmegin litið út.

Vegagerðin vinnur nú að hönnun Fjarðarheiðarganga, bæði jarðganga og aðkomuvega. Sú vinna er á áætlun og miðað er við að henni verði lokið vorið 2022.

<>

Samhliða er unnið að mati á umhverfisáhrifum og er stefnan að henni ljúki í febrúar 2022. Áætlað er að gerð útboðsgagna fari fram vorið 2022 og að verkið verði boðið út síðsumars sama ár.

Undirritun samnings við verktaka gæti þá farið fram snemma árs 2023 og strax að því loknu hæfist undirbúningur verktakans. Ef allt gengur samkvæmt áætlun ætti gangnagröftur að geta hafist við báða stafna haustið 2023.

Fjarðarheiðargöng, Seyðisfjarðarvegur (93) og Hringvegur (1) í Múlaþingi eru á samgönguáætlun og er áætlaður kostnaður 35 milljarðar. Til stendur að ríkið fjármagni framkvæmdina til hálfs á fjárlögum og innheimti veggjöld fyrir hinum helmingnum.

Tillaga að legu Fjarðarheiðarganga.

Í dag liggur um Fjarðarheiði hár fjallvegur sem lokast oft að vetrarlagi en tilgangur  framkvæmdarinnar er að bæta samgöngur á Austurlandi og hafa þar með jákvæð áhrif á samfélagið.

Að loknum framkvæmdum verður mögulegt að halda veginum milli Héraðs og Seyðisfjarðar opnum allan ársins hring.

Fjarðarheiðargöng verða yfir 13 kílómetra löng og mun framkvæmdin taka langan tíma. Á fyrsta tímabili.

Á árunum 2020-2024 verður 3,2 milljörðum króna veitt í göngin. Á öðru tímabili, 2025-2029 fara 11,5 milljarðar í framkvæmdina og á þriðja tímabili 2030-2034 fara þrír milljarðar í verkefnið.

Afgangurinn verður sem áður segir fjármagnaður með veggjöldum, líklega í gegnum óstofnað félag.

Heimild: Vegagerðin