Home Fréttir Í fréttum Borgin hefur fullan hug á að reisa þjóðarleikvang

Borgin hefur fullan hug á að reisa þjóðarleikvang

105
0
Hugmynd arkitekta að nýjum þjóðarleikvangi. Teikning/Zaha Hadid arkitektar

Dag­ur B. Eggerts­son borg­ar­stjóri hafn­ar því að fram­haldið á und­ir­bún­ingi nýs þjóðarleik­vangs strandi á Reykja­vík­ur­borg.

<>

Til­efnið er viðtal við Bjarna Bene­dikts­son fjár­málaráðherra í Morg­un­blaðinu síðasta miðviku­dag en hann sagði óvissu um fram­lag Reykja­vík­ur­borg­ar til upp­bygg­ing­ar nýs leik­vangs. Dag­ur kveðst ekki taka und­ir þessa grein­ingu á stöðunni.

„Nei, ég myndi ekki taka und­ir þá fram­setn­ingu á stöðu máls­ins. Borg­in vinn­ur með rík­inu að und­ir­bún­ingi þriggja þjóðarleik­vanga í Laug­ar­dal: Þjóðarleik­vangi í knatt­spyrnu, þjóðarleik­vangi í inn­an­húsíþrótt­um, þ.e. hand­knatt­leik og körfuknatt­leik, og þjóðarleik­vangi í frjáls­um íþrótt­um. Þeir eiga það all­ir sam­eig­in­legt að vera ófjár­magnaðir.

Dag­ur B. Eggerts­son borg­ar­stjóri. Mynd: mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Reykja­vík­ur­borg markaði sér hins veg­ar skýra stefnu í mál­efn­um þeirra í tengsl­um við for­gangs­röðun fjár­fest­inga í íþrótta­mál­um síðastliðið haust og lýsti sig til­búna til að koma að fjár­mögn­un þess­ara þjóðarleik­vanga að því marki sem nýt­ist börn­um og ung­ling­um til æf­inga og keppni, en barna- og ung­lingastarf er lyk­il­for­gang­ur í íþrótta­mál­um borg­ar­inn­ar. Íþrótta­fé­lög­in í Reykja­vík og Íþrótta­banda­lag Reykja­vík­ur hafa talað fyr­ir sömu stefnu,“ seg­ir Dag­ur. Borg­in muni þó ekki taka alla áhætt­una í mál­inu.

„Borg­ar­ráð gerði samþykkt þar sem hug­mynd­um um þjóðarleik­vang í knatt­spyrnu var fagnað og lýsti sig til­búið að leggja nú­ver­andi völl og mann­virki inn í fé­lag sem gera myndi hann að veru­leika.

Jafn­framt væri borg­in til­bú­in að leggja jafn­gildi nú­ver­andi fjár­veit­inga borg­ar­sjóðs til Laug­ar­dalsvall­ar til verk­efn­is­ins.

Borg­in er hins veg­ar ekki til­bú­in að bera ábyrgð á áhættu í sjálfri fram­kvæmd­inni eða rekstri vall­ar­ins. Þar þyrfti ríkið eða KSÍ eða aðrir aðilar að koma til.

Heimild: Mbl.is