Home Fréttir Í fréttum 27.07.2021 Skriðdals- og Breiðdalsvegur (95) – Um Gilsá á Völlum

27.07.2021 Skriðdals- og Breiðdalsvegur (95) – Um Gilsá á Völlum

270
0
Mynd: Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson

Vegagerðin óskar eftir tilboðum í nýbyggingu Skriðdals- og Breiðdalsvegar, á um 1,2 km kafla, auk byggingar 46 m langrar brúar á Gilsá á Völlum.

<>
Teikning af nýrri brú og vegi. Mynd: Vegagerðin

Helstu magntölur vegagerð:

Fyllingar 20.500 m3
Fláafleygar 6.200 m3
Ónothæfu efni jafnað á losunarstað 200 m3
Ræsalögn 46 m
Styrktarlag 8.630 m3
Burðarlag 2.250 m3
Klæðing 9.750 m2
Vegrið 240 m

Helstu magntölur brúarmannvirki:

Brúarvegrið 132 m
Gröftur 735 m3
Bergskeringar 95 m3
Fylling 485 m3
Bergboltar 38 stk.
Mótafletir 777 m2
Slakbent járnalögn 73.475 kg
Steypa 486 m3
Forsteyptar einingar 41 stk.
Stálvirki 39 tonn
Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 15. ágúst 2022.

Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu TendSign frá og með mánudeginum 28. júní 2021 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 27. júlí 2021.

Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda og verðtilboð.

Leiðbeiningar fyrir útboðsvefinn TendSign.