Home Fréttir Í fréttum Stækkun Hamarsskóla: Stefnt er að verklokum í lok árs 2023

Stækkun Hamarsskóla: Stefnt er að verklokum í lok árs 2023

199
0
Hamarsskóli. Ljósmynd/TMS

Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar lagði fram á síðasta fundi fræðsluráðs nýja tímalínu framkvæmda vegna viðbyggingar Hamarsskóla.

<>

Gengið er út frá því að hönnunarforsendur verði tilbúnar í ágúst og í kjölfarið hægt að semja um hönnun.

Vinna við útboðsgögn getur þá hafist í nóvember/desember og útboð á verkinu í desember til febrúar 2022. Stefnt er að verklokum í lok árs 2023.

Fram kemur í afgreiðslu ráðsins að það sé ánægjulegt að verkefnið sé komið af stað aftur og verður spennandi að fylgjast með framgangi þessa metnaðarfulla verkefnis.

Heimild: Eyjar.net