Home Fréttir Í fréttum Óska kyrrsetningar á eignum 105 Miðborgar

Óska kyrrsetningar á eignum 105 Miðborgar

226
0
Í málinu er deilt um frágang á annað hundrað íbúða á Kirkjusandi. Baldur Arnarson

Verk­taka­fyr­ir­tækið ÍAV hef­ur óskað eft­ir kyrr­setn­ingu á eign­um fag­fjár­festa­sjóðsins 105 Miðborg­ar slhf., sem er í stýr­ingu hjá Íslands­sjóðum, dótt­ur­fé­lagi Íslands­banka, og sam­starfsaðila sjóðsins, 105 Miðborg ehf., vegna upp­bygg­ing­ar fé­lag­anna á Kirkju­sands­reitn­um í Reykja­vík.

<>

Þetta kem­ur fram í útboðslýs­ingu Íslands­banka vegna hluta­fjárút­boðs bank­ans sem hófst á mánu­dag­inn.

Þórodd­ur Ottesen Arn­ar­son for­stjóri ÍAV staðfest­ir í sam­tali við ViðskiptaMogg­ann að kyrr­setn­ing­ar­beiðnin hafi verið lögð fram og sé nú í ferli hjá sýslu­manni sem hafi samþykkt að taka hana fyr­ir.

Beiðnin snú­ist um að tryggja að ein­hverj­ar eign­ir verði til í fé­lag­inu til að standa straum af skaðabóta­greiðslum þegar niðurstaða í dóms­máli sem ÍAV hef­ur höfðað gegn fé­lög­un­um ligg­ur fyr­ir.

Efa­semd­ir um eign­ir

Heim­ild­ir ViðskiptaMogg­ans herma að efa­semd­ir séu uppi um hvort ein­hverj­ar eign­ir verði þá eft­ir í 105 Miðborg slhf.

105 Miðborg rifti samn­ingi sín­um við ÍAV fyrr á þessu ári en meðal ágrein­ings­efna milli aðila er frá­gang­ur á annað hundrað íbúða sem reist­ar voru á Kirkju­sandi en 105 Miðborg tel­ur að galli hafi verið á þeim.

Seg­ir sjóður­inn að nú þegar sé búið að ljúka meiri­hluta úr­bóta á íbúðunum og að nýir verk­tak­ar muni ljúka því verki eins hratt og kost­ur er.

Eins og fram hef­ur komið í yf­ir­lýs­ingu frá ÍAV hef­ur fyr­ir­tækið ekki fengið neitt greitt fyr­ir vinnu sína frá því í nóv­em­ber á síðasta ári og krefst ÍAV nú rúm­lega 3,8 millj­arða króna í skaðabæt­ur auk greiðslna vegna lög­fræðikostnaðar. 105 Miðborg hef­ur gagn­stefnt ÍAV fyr­ir sömu upp­hæð.

Heimild: Mbl.is