Home Fréttir Í fréttum Framkvæmdir hafnar við nýjan veg í Friðarhöfn í Vestmannaeyjum

Framkvæmdir hafnar við nýjan veg í Friðarhöfn í Vestmannaeyjum

229
0
Ljósmyndir/TMS

Í botni Friðarhafnar er nú unnið að vegagerð, en vegurinn sem þar er við bryggjuna lokast og akvegurinn færist vestar.

<>

Vestur fyrir nýbygginguna sem stendur til að reisa á flötinni.

Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar segir að Steypudrangur ehf. annist jarðvinnuna sem ætlunin sé að ljúka í ágúst.

„Það þarf þó aðeins að fylgja öðrum framkvæmdum í Botni.” segir hann.

„Þá er eftir yfirborðsfrágangur og einhver lagnavinna sem aðrir aðilar koma að. Minnismerkið verður flutt á næstu dögum en undirbúningur undir það er í gangi.” segir Ólafur Þór.

Heimild: Eyjar.net