Home Fréttir Í fréttum Samkeppni um skóla í Vogabyggð

Samkeppni um skóla í Vogabyggð

189
0
Ljósmynd Reykjavík

Borg­ar­ráð samþykkti á fundi sín­um í liðinni viku að efna til op­inn­ar hönn­un­ar- og fram­kvæmda­sam­keppni um samþætt­an leik- og grunn­skóla, með aðstöðu fyr­ir frí­stund­astarf, í Voga­byggð. Þá er inn­an for­sagn­ar sam­keppn­inn­ar gert ráð fyr­ir nýrri göngu- og hjóla­brú í hverf­inu.

<>

Sam­keppn­in er hald­in í sam­starfi við Arki­tekta­fé­lag Íslands og er áætlað að niður­stöður liggi fyr­ir í byrj­un næsta árs. Áætluð heild­ar­stærð bygg­ing­ar­inn­ar er 7.200 fer­metr­ar.

Í Voga­byggð er nú að rísa íbúðabyggð fyr­ir allt að 1.200-1.500 íbúðir og er ný skóla­bygg­ing með aðstöðu fyr­ir starf­semi frí­stunda­heim­il­is og fé­lags­miðstöðvar hluti af upp­bygg­ingu hverf­is­ins.

Gert er ráð fyr­ir að nýtt skóla­hús­næði með aðstöðu fyr­ir frí­stund­astarf verði byggt í þrem­ur áföng­um eft­ir því sem íbú­um í Voga­byggð fjölg­ar. Nú er áætlað að allt að 600 nem­end­ur á leik- og grunn­skóla­stigi muni eiga heim­ili í hverf­inu.

Göngu­brýr tengja sam­an Voga­byggð og Bryggju­hverfi. Ljós­mynd Reykja­vík

Nýr skóli verður á Fley­vangi (Voga­byggð 5). Ný göngu- og hjóla­brú yfir Ketil­bjarn­ars­íki mun tengja börn og aðra íbúa Voga­byggðar við nýja bygg­ingu, úti­vist­ar­svæðið á Fley­vangi og aðra borg­ar­hluta.

Brú­in verður helsta sam­göngu­leiðin og jafn­framt nýtt kenni­leiti í borg­ar­lands­lag­inu. Ekki hef­ur enn verið samþykkt deili­skipu­lag fyr­ir alla hluta Voga­byggðar en verk­efnið hef­ur verið í gangi síðan snemma árs 2015.

Því er upp­bygg­ing tak­mörkuð við þá hluta þar sem deili­skipu­lag hef­ur verið samþykkt.

Græna planið

Heimild: Mbl.is