Bæjarstjóri Reykjanesbæjar og fjármálaráðherra tóku í dag fyrstu skóflustunguna fyrir nýja verksmiðju Algalíf.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, og Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, tóku í dag fyristu skóflustungu að nýtti verksmiðju líftæknifyrirtækisins Algalíf.
Um fjögurra milljarða króna framkvæmd er að ræða sem ríflega tvöfaldar stærð verksmiðju félagsins.
Algalíf framleiðir örþörunga í lokuðum vatnskerfum og vinnur úr þeim astaxanthín. Það efni er síðan nýtt í fæðubótarefni og snyrtivörur erlendis.
Nú starfa um fjörutíu manns hjá félaginu en nær allar afurðir þess eru fluttar út.
Hin nýja verksmiðja verður 7 þúsund fermetrar að flatarmáli en fyrir hefur félagið 5.500 fermetra til umráða.
Áætlað er að ársframleiðsla muni við stækkuninga geta farið úr 1.500 kílógrömmum í fimm tonn.
Nú starfa um fjörutíu starfmenn hjá félaginu en áætlað er að fjöldinn muni tvöfaldast eftir stækkun.
Verklok eru áætluð árið 2023 en um hundrað störf munu skapast við uppbyggingu verksmiðjunnar.
Heimild: Vb.is