Home Fréttir Í fréttum Framkvæmdastjóri Skugga keyptur út

Framkvæmdastjóri Skugga keyptur út

519
0
Mynd: Vb.is

Framkvæmdastjóri og einn eigenda félagsins var keyptur út í fyrra. Félagið tapaði 109 milljónum á árinu.

<>

Félagið Skuggi 4 ehf., sem stofnað var árið 2015 utan um byggingu íbúðabyggðar í Efstaleiti á svokölluðum RÚV reit, tapaði 109 milljónum króna í fyrra samanborið við 297 milljóna króna hagnað árið áður.

Hilmar Ágústsson lét af störfum sem framkvæmdastjóri félagsins síðasta sumar, og var tæplega þriðjungshlutur hans keyptur út úr félaginu af félagi Kristjáns Gunnars Ríkharðssonar, sem nú er orðinn meirihlutaeigandi Skugga.

Í ársreikningi er heimsfaraldurinn sagður hafa skapað „mjög óvenjulegar aðstæður“, en stjórnendur segjast þó ekki efast um rekstrarhæfi félagsins, hvers horfur séu nú svipaðar og áður en faraldurinn skall á.

Tekjur drógust saman um ríflega 10% milli ára og námu 5,6 milljörðum króna. Bróðurpartur rekstrarkostnaðar var vegna eigin byggingarverkefna.

Í reikningnum kemur fram að stærsti undirverktaki félagsins hafi óskað eftir dómkvöddum matsmanni vegna meints verulegs aukakostnaðar við uppsteypu fjórtán fjölbýlishúsa.

Telur undirverktakinn Skugga bera ábyrgð á þeim kostnaði, en ekki er sagt mögulegt að leggja mat á endanlegt umfang hugsanlegra krafna í tengslum við málið.

Heimild: Vb.is