Home Fréttir Í fréttum Finnbjörn kjörinn formaður Byggiðnar í síðasta sinn

Finnbjörn kjörinn formaður Byggiðnar í síðasta sinn

149
0
Finnbjörn í pontu.

Aðalfundur Byggiðnar fór fram á tveimur stöðum í vikunni, í Skipagötu á Akureyri og á Stórhöfða í Reykjavík.

<>

Góð mæting var á fundinn, sem fór fram sex vikum síðar en venjulega vegna heimsfaraldursins.

Á dagskrá fundarins voru hefðbundin aðalfundarstörf, líkt og lög gera ráð fyrir. Tillaga uppstillingarnefndar um stjórn, trúnaðarmannaráð og skoðunarmenn fyrir starfsárið 2021-2022 var samþykkt. Sérstakt ánægjuefni er að þrjár konur hafa tekið sæti í trúnaðarmannaráði og eru þær nú fjórar talsins í ráðinu.

Eftir kjörið bar það til tíðinda að Finnbjörn A. Hermannsson, sem verið hefur formaður frá árinu 1997 þegar hann var kjörinn formaður Trésmiðafélags Reykjavíkur, tilkynnti að hann hyggðist ekki gefa kost á sér aftur.

Hann mun því að óbreyttu gegna starfi formanns félagsins næstu tvö árin, en láta þá staðar numið.

Í ræðu hvatti hann fundargesti til að láta að sér kveða í starfi félagsins á komandi kjörtímabili enda þurfi að kjósa nýjan formann að tveimur árum liðnum. Finnbjörn varð 67 ára nýverið.

Heimild: Byggiðn.is