Home Fréttir Í fréttum Reykjanesbær. Ný heilsugæsla verði í nýju hverfi

Reykjanesbær. Ný heilsugæsla verði í nýju hverfi

161
0

Framkvæmdasýsla ríkisins og Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hafa lagt fram frumathugunarskýrslu vegna lóðar fyrir nýja heilsugæslustöð í Innri-Njarðvík.

<>

Niðurstaða forathugunar er lóð í nýju hverfi, Salahverfi III uppfylli skilyrðin sem sett eru fram í athugunni betur en aðrar lóðir sem skoðaðar voru.

Umhverfis- og skipulagsráð ræddi skýrsluna á síðasta fundi sínum og er sammála staðarvali fyrir nýja heilsugæslustöð sem mun þjóna íbúum Innri-Njarðvíkur vel.

Ráðið bendir jafnframt á að íbúum Suðurnesja fer ört fjölgandi og miðað við mannfjöldaspár er brýnt að undirbúningur þriðju heilsugæslustöðvar í sveitarfélaginu hefjist strax.

Heimild: Sudurnes.net