Home Fréttir Í fréttum Aftur á byrjunarreit í Fossvogsskóla

Aftur á byrjunarreit í Fossvogsskóla

81
0
Fossvogsskóli. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fram­kvæmd­ir vegna raka­skemmda og myglu í Foss­vogs­skóla, sem staðið hafa yfir með hlé­um í tvö ár, hafa ekki skilað til­skild­um ár­angri og enn er glímt við sömu vanda­mál og áður en þær hóf­ust; raka­skemmd­ir og hátt raka­stig á sömu svæðum.

<>

Ákveðið hef­ur verið að eng­in kennsla fari fram í skól­an­um á næsta skóla­ári, en all­ar þrjár bygg­ing­ar skól­ans verða gerðar upp.

Ákvörðunin er tek­in í kjöl­far út­tekt­ar sem verk­fræðistof­an Efla gerði fyr­ir borg­ina.

Efla mun hafa eft­ir­lit með fram­kvæmd­un­um allt þar til yfir lýk­ur og er það nýbreytni frá því sem áður var þegar eft­ir­lit var í hönd­um fram­kvæmdaaðilans sjálfs.

Borg­ar­yf­ir­völd funduðu í gær­kvöldi með for­eldr­um skóla­barna, að því er fram kem­ur í  Morg­un­blaðinu í dag. Áætlan­ir gera ráð fyr­ir að fram­kvæmd­ir standi yfir allt næsta skóla­ár, en ekki er þó hægt að slá því föstu fyrr en vinna er haf­in og í ljós kem­ur hve út­breitt vanda­málið er.

Heimild: Mbl.is