F.h. umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar er óskað eftir tilboðum í eftirfarandi verkefni:
Svarthöfði. Stígagerð og lýsing, útboð nr. 15221
Verkið felst í að útbúa göngu- og hjólastíg í Svarthöfða, steypa stoðvegg, uppsetning á 2m öryggisgirðingu, gönguþverun yfir Stórhöfða, endurnýjun á kansteinum, gerð gatna- og stíglýsingar.
Helstu magntölur eru:
- Sögun malbiks 250 m
- Upprif malbiks 300 m2
- Kantsteinn 115 m
- Uppgröftur og brottakstur 650 m3
- Malarfylling 650 m3
- Malbikun 150 m2
- Steyptar gangstéttar 380 m2
- Hellur 200 m2
- Stál handrið 1,2m 30 m
- Stálrimlagirðing 2m há 115 m
- Þökulögn 350 m2
- Stoðveggur – Steypa 40 m3
- Jarðstrengir 200 m
- Ljósastaurar 6 stk.
Lokaskiladagur verksins er 15. september 2021.
Útboðsgögn verða aðgengileg á útboðsvef Reykjavíkurborgar frá kl. 13:00 þann 25. maí 2021, á vefslóðinni: http://utbod.reykjavik.is
Nýskráning fyrirtækja hefst með því að smella “Nýskráning“.
Vakin er athygli á að allar fyrirspurnir verður að senda gegnum útboðsvef Reykjavíkurborgar. Fyrirspurnum sem berast með öðrum hætti verður ekki svarað.
Tilboðum skal skila með rafrænum hætti á framangreindan útboðsvef Reykjavíkurborgar eigi síðar en: Kl. 10:00, 8. júní 2021.