
Stefnt er á framkvæmdir við Reykjanesbraut á morgun milli 6-19 á kaflanum á milli Voga á Vatnsleysuströnd og Vatnsleysustrandarvegar. Búast má við töfum á meðan framkvæmdum stendur.

Áætlaðar framkvæmdir eru fræsun og malbikun á hægri öxl Reykjanesbrautarinnar til austurs, samsíða akrein verður lokað og hámarkshraði lækkaður hjá framkvæmdasvæði, þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.
Heimild: Mbl.is