F.h. umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar er óskað eftir tilboðum í eftirfarandi verk:
Úlfarsárdalur. Yfirborðsfrágangur við Úlfarsbraut 2021 –útboð nr. 15216
Verkið felst m.a. í því að jafna undir gangstéttar, leggja snjóbræðslu, reisa ljósastólpa, steypa kantsteina, steypa gangstéttar, steypa tröppur, steypa stoðveggi, malbika, leggja hellur, þökuleggja, sá, ganga frá gróðursvæðum, uppsetning á girðinum og Gabion veggjum.
Helstu magntölur eru:
- Gröftur 400 m3
- Fylling 960 m3
- Snjóbræðluslöngur 300 m2
- Steypumót 480 m2
- Bendistál 3310 kg
- Steinsteypa 43 m3
- Malbikun 635 m2
- Kantsteinn 138 m
- Steypt stétt 102 m2
- Hellulögn 427 m2
- Þökulögn og sáning 3590 m2
- Handrið 88 m
- Girðingar 755 m
- Gabion veggir 600 m2
- Reisa ljósastólpa 6 stk
Lokaskiladagur verksins er 30. nóvember 2021.
Útboðsgögn verða aðgengileg á útboðsvef Reykjavíkurborgar frá kl. 14:00, þann 19. maí 2021, á vefslóðinni: http://utbod.reykjavik.is Nýskráning fyrirtækja hefst með því að smella “Nýskráning“.
Vakin er athygli á að allar fyrirspurnir verður að senda gegnum útboðsvef Reykjavíkurborgar. Fyrirspurnum sem berast með öðrum hætti verður ekki svarað.
Tilboðum skal skila með rafrænum hætti á framangreindan útboðsvef Reykjavíkurborgar eigi síðar en: Kl. 10:15 þann 2. júní 2021.