Home Fréttir Í fréttum Tíðar ferðir steypubíla í grunninn

Tíðar ferðir steypubíla í grunninn

128
0
Allt að 100 manns hafa unnið við verkið undanfarna mánuði. Þetta verður eitt stærsta hús Íslands, 70 þúsund fermetrar. Á spítalanum verður rými fyrir allt að 480 sjúklinga. Ljósmynd/Nýr Landspítali

Upp­steypa meðferðakjarna Nýs Land­spít­ala er í full­um gangi og hef­ur hún gengið vel, að því er fram kem­ur í Fram­kvæmda­frétt­um Hring­braut­ar­verk­efn­is­ins.

<>

Enda hef­ur veður verið ein­stak­lega hag­stætt.

Upp­steyp­an hófst í nóv­em­ber síðastliðnum og er reiknað með að hún standi yfir í 33 mánuði. Eykt er aðal­verktaki upp­steyp­unn­ar og er í sam­starfi við Steypu­stöð­ina ehf.

„Við erum enn þá að steypa und­ir­stöðurn­ar, það er gríðarlega stórt verk­efni og geng­ur vel.

Sam­tals hafa farið um 4.300 rúm­metr­ar af steypu í grunn­inn og af því eru 2.500 rúm­metr­ar bara í und­ir­stöðurn­ar,“ seg­ir Kai West­p­hal fram­kvæmda­stjóri Steypu, fram­leiðslu og dreif­ing­ar hjá Steypu­stöðinni í Morg­un­blaðinu í  dag. Það hafa því verið tíðar ferðir steypu­bíla í grunn­inn að und­an­förnu.

Við fram­kvæmd­ina eru notaðir snjall­nem­ar frá Gia­tec, sem mæla hita og styrk steyp­unn­ar í raun­tíma í mann­virkj­um.

Um 50 þráðlaus­ir nem­ar eru í miðri steyp­unni sem fylgj­ast náið með hitaþróun í und­ir­stöðum til að stýra kæl­ingu og koma í veg fyr­ir sprungu­mynd­un og meta hvenær rétti tím­inn er til að slá mót­in frá.

Heimild: Mbl.is