Home Fréttir Í fréttum Endurnýja aðstöðu á Litla-Hrauni fyrir 1,6 milljarða

Endurnýja aðstöðu á Litla-Hrauni fyrir 1,6 milljarða

151
0
Mynd: Ragnar Visage - RÚV
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að leita leiða til að tryggja fjármögnun endurnýjunar og uppbyggingar fangelsisins á Litla-Hrauni í fjármálaáætlun 2022-2026.
Stefnt er að því að undirbúningur geti hafist nú þegar og framkvæmdum verði að fullu lokið um mitt ár 2023.

Að mati Framkvæmdasýslu ríkisins er kostnaður við nauðsynlegar endurbætur áætlaður um 1,6 milljarður króna.

<>

Meðal annars á að byggja upp heilbrigðis- og endurhæfingarþjónustu fyrir fangelsið í heild og lagfæra aðstöðu fanga, fangavarða og aðstandenda til heimsókna.

Fangelsið uppfyllir ekki lengur kröfur sem gera verður til fangelsisstarfsemi, segir í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu.

Nefnd á vegum Evrópuráðsins gerðu athugasemdir árin 2019 og 2020 um stöðu fangelsisins, meðal annars hversu illa hefur gengið að stemma stigu við útbreiðslu fíkniefna í fangelsinu og slæmt aðgengi fanga að geðheilbrigðisþjónustu.

Vinnueftirlitið hefur sömuleiðis gert athugasemdir við starfsaðstöðu fanga og fangavarða.

„Lengi hefur legið fyrir að húsnæði og aðstaða er ófullnægjandi.

Með framkvæmdum þeim sem nú verður ráðist í er stefnt að því að vandamál fangelsisins verði færð í fullnægjandi horf,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins.

Heimild: Ruv.is