Home Fréttir Í fréttum Unnið að endurbótum á Ráðhúsi Vestmannaeyja – myndband

Unnið að endurbótum á Ráðhúsi Vestmannaeyja – myndband

37
0
Ráðhús Vestmannaeyja. Ljósmynd/TMS

Undanfarnar vikur hafa staðið yfir framkvæmdir við Ráðhús Vestmannaeyja, en til stendur að flytja þangað hluta bæjarskrifstofana á ný.

<>

Greint var frá því í síðasta mánuði að húsið verði einangrað að nýju og allar innréttingar og lagnir endurnýjaðar, en það var byggingarfyrirtækið Steini og Olli ehf. sem fengu verkið.

Gluggaskiptum er lokið í húsinu, sem og rifi og hreinsun á miðhæð og í risi. Þá er unnið að lagfæringum utanhúss. Halldór B. Halldórsson skoðaði húsið að innan sem utan.

Myndband frá ferð hans má sjá hér að neðan.

Heimild: Eyjar.net