Home Fréttir Í fréttum Skóflustunga tekin að nýju iðnaðarhúsnæði á Blönduósi

Skóflustunga tekin að nýju iðnaðarhúsnæði á Blönduósi

151
0
Jóhannes með áhaldið góða og Kári Kárason framkvæmdastjóri Vilko við hlið hans. Ljósm: Jón Sigurðsson

Laugardaginn 8. maí tók Jóhannes Torfason, stjórnarformaður Protis og Vilko, fyrsta skóflustunga að nýju húsi á Ægisbraut 2 á Blönduósi.

<>

Stefnt er að því að byggja um 1.200 fermetra hús, en í fyrsta áfanga verða byggðir um 440 fermetrar, ætlaðir fyrir sérhæfða matvæla- og heilsuvöruframleiðslu.

Byggingakostnaður er áætlaður um 100 milljónir króna

Júlíus Líndal á gröfunni. Ljósm. Jón Sigurðsson

Í kjölfar kaupa Vilkó á heilsuvöruframleiðslu Protis af Kaupfélagi Skagfirðinga um síðustu áramót, hófst ferli þar sem að koma auk Vilkó, Protis, Náttúrusmiðjan, Ámundakinn og nú síðast Food Smart.

Í fyrsta áfanga verður heilsuvörufamleiðsla Protis flutt í húsið og síðan fleiri framleiðslueiningar sem nú eru á vegum Náttúrusmiðjunnar og Vilkó.

Þá verður einnig lögð áhersla á að fá fleiri frumkvöðla og fyrirtæki til að hefja starfsemi í húsinu. Fyrst um sinn verður allur rekstur í nánum tengslum við Vilkó.

Frá skóflustungunni. Ljósm: Jón Sigurðsson

Það er Magnús Ingvarsson hjá Verkís verkfræðistofu sem er aðalhönnuður hússins, en Atli Arnórsson á verkfræðistofunni Stoð hannar vökvalagnir og Sigurgeir Jónasson hjá Átaki hannar raflagnir.

Húsið er keypt frá Límtré/Vírnet og Trésmiðjan Stígandi annast sökkulvinnu og reisir það, þá hefur verið samið við Júlíus Líndal um jarðvegsskipti og lóðarvinnu.

Yfirlitsmynd af svæðinu sem á að byggja.

Jóhannes tók fyrstu skóflustunguna með fornu áhaldi, ræsaspaða, sem þekkt var í sveitum landsins á fyrrihluta síðustu aldar.

Viðstaddir voru fulltrúar Blönduósbæjar og þeirra fyrirtækja sem koma að þessu verkefni, og að lokinni athöfn þáðu allir léttar hádegis veitingar í boði Vilkó.

Heimild: Huni.is