Home Fréttir Í fréttum Stækk­un há­tækn­i­set­urs í Vatns­mýr­i mun kost­a fimm til sex millj­arð­a

Stækk­un há­tækn­i­set­urs í Vatns­mýr­i mun kost­a fimm til sex millj­arð­a

268
0
Jóhann G. Jóhannsson, forsvarsmaður Eyjólfs og Aðalgeir Hólmsteinsson, framkvæmdastjóri Al-verks, undirrita samninga. Mynd/Aðsend

Fasteignafélagið Eyjólfur, sem er í eigu fjárfestingafélagsins Aztiq, og Al-verk hafa undirritað samning um uppsteypu og frágang utanhúss vegna stækkunar hátækniseturs í Vatnsmýri.

<>

Hátæknisetrið verður hrein viðbót við húsakynni Alvotech en Eyjólfur hefur gert langtíma leigusamning við Alvotech um notkun hússins.

Kostnaður við uppsteypu og utanhússfrágang eru rúmir því um tveir milljarðar króna og áætlaður heildarkostnaður stækkunarinnar eru um fimm til sex milljarðar króna.

Þetta kemur fram í tilkynningu.

Fyrir er Alvotech með aðstöðu í húsi við Sæmundargötu 15-19 en á undanförnum árum hefur starfsemin vaxið hratt og því er nauðsynlegt að bæta við þá byggingu.

Með nýju viðbótinni verður hátæknisetrið tvöfalt stærra en það er nú.

„Þar sem styttist í að Alvotech hefji sölu á líftæknihliðstæðulyfjum er þörfin orðin brýn. Í viðbyggingunni mun þróun lyfjanna fara fram.

Þar verður einnig samsetningardeild fyrir kæligeymslur, umbúðalager og vörumóttaka, skrifstofur sem og vöruhús en að auki veitir Alvotech líftæknisviði Háskóla Íslands aðstöðu til efla meistaranám í iðnlíftækni og vera vettvangur fyrir starfsnám nemenda,“ segir í tilkynnigunni.

Verkið felst í uppsteypu og frágangi utanhúss vegna stækunarinnar en byggingin er á svæði Vísindagarða í Vatnsmýri.

Byggingin verður fjórar hæðir auk kjallara, alls 12.600 m². Samið hefur verið við IBO í Danmörku um kaup á öllu efni í glugga og klæðningu fyrir um 300 milljónir króna

Uppsteypa og utanhússfrágangur er því stór hluti af þeim kostnaði en heildarfjárfesting Aztiq vegna uppbyggingar Alvotech hér á landi er yfir 100 milljarðar króna.

Nú þegar starfa um 500 manns hjá Alvotech frá 45 þjóðlöndum. Meirihluti starfsfólks er háskólamenntaðir sérfræðingar af öllum kynjum og stór hluti þeirra er með masters- eða doktorsgráðu.

Róbert Wessman er stærsti einstaki hluthafi Aztiq.

Aztiq er virkur langtímafjárfestir hérlendis sem erlendis, meðal annars í fasteignum, lyfjaiðnaði, menningarauði og samfélagsverkefnum.

Fjárfestingarhópur Aztiq saman stendur af öflugum íslenskum og erlendum einstaklingum sem og alþjóðlegum fjárfestingarsjóðum.

Stærsti einstaki hluthafi félagsins er Róbert Wessman, segir á heimasíðu fjárfestingafélagsins.

Heimild: Frettabladid.is