Home Fréttir Í fréttum Kvennaathvarfið byggir nýtt hús

Kvennaathvarfið byggir nýtt hús

92
0
Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfs. Mynd: RUV
Kvennaathvarfið stefnir að því að byggja nýtt húsnæði í Reykjavík. Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Samtaka um kvennaathvarf, segir að þótt þörfin fyrir nýtt húsnæði sé brýn sé alltaf pláss fyrir þær fjölskyldur sem þurfa.

„Þetta byrjaði eiginlega á því að við fengum býsna veglegan styrk úr fjárfestingaátaki ríkisstjórnarinnar í fyrra og ætluðum strax að nota hann til að eignast nýtt hús en fundum bara ekki hús sem hentaði okkur.

<>

annig að það var ákveðið bara að stíga þetta skref í fyrsta sinn að byggja sérstaklega undir Kvennaathvarfið,“ segir hún. Sigþrúður segir að styrkurinn nýtist til að koma þeim af stað: „Svo eigum við húseignina sem við erum í núna en sjálfsagt þurfum við á tímabilinu að afla aukafjár.“

Kvennaathvarfið hefur fengið vilyrði fyrir lóð frá Reykjavíkurborg og raðar nú saman óskum um það hvernig húsið á að líta út. Sigþrúður segir að það þurfi aðallega að bæta aðgengi að athvarfinu til þess að tryggja að allar konur geti leitað þangað.

„Það hefur verið þannig, af því að Kvennaathvarfið er neyðarathvarf, þá lítum við alltaf þannig á að það er alltaf pláss fyrir eina fjölskyldu í viðbót. Þannig að það er aldrei fullt samkvæmt skilgreiningu.

Núverandi húsnæði er þannig að það er talsvert pláss fyrir íbúa hússins en öllu öðru rými hefur verið forgangsraðað í þá átt. Þannig að aðstaða til að taka viðtöl og sinna hópastarfi er mjög af skornum skammti.

Við þurfum stærra hús en það sem er mest aðkallandi eru aðgengismálin. Gamla húsnæðið er ekki aðgengilegt öllum konum og það er eitthvað sem er orðið býsna brýnt að bæta,“ segir Sigþrúður.

Heimild: Ruv.is