Home Fréttir Í fréttum Óhreinsað skólp í sjó

Óhreinsað skólp í sjó

160
0
Miklr framkvæmdir eru í gangi í Vogabyggð en þessi mynd var tekin síðasta haust og hefur ýmislegt breyst síðan þá. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vegna vinnu við raf­dreifi­kerfið, til að mæta mik­illi upp­bygg­ingu í Voga­byggð, verður raf­magn tekið af skólp­dælu­stöðinni við Gelgju­tanga mánu­dag­inn 10. maí, kl. 06:00-08:00.

<>

Dælu­stöðin verður óstarf­hæf á meðan og því þarf að veita óhreinsuðu skólpi í sjó við Elliðavog og Arn­ar­vog. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Veit­um.

„Los­un skólps í sjó í skamm­an tíma hef­ur ekki var­an­leg áhrif á líf­ríkið og ör­ver­ur í skólpi lifa ein­ung­is ör­fá­ar klukku­stund­ir í sjón­um.

Rusl í skólpi er stærra vanda­mál. Það velk­ist um í sjón­um og get­ur skolað upp í fjör­ur. Fólk er því minnt á að ekk­ert á að fara í kló­sett nema lík­am­leg­ur úr­gang­ur og kló­sett­papp­ír.

Sett verða upp upp­lýs­inga­skilti á nokkr­um stöðum á göngu­leiðum í kring­um dælu­stöðina svo fólk haldi sig fjarri sjón­um. Einnig verður fylgst með fjör­um á svæðinu næstu daga og ef rusl hef­ur borist í þær verður það hreinsað,“ seg­ir í til­kynn­ingu.

Heimild: Mbl.is