Home Fréttir Í fréttum Samþykktu tilboð „með óbragð í munni“

Samþykktu tilboð „með óbragð í munni“

216
0
Frá fyrri fund Kópavogsbæjar. Sjá má Theódóru S. Þorsteinsdóttur, og Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóra. mbl.is/Golli

„Það er með óbragð í munni sem ég samþykki til­boð frá mal­bik­un­ar­stöð í eigu Reykja­vík­ur­borg­ar sem er í beinni sam­keppni við einka­fyr­ir­tæki,“ seg­ir í bók­un Ármanns Kr. Ólafs­son­ar bæj­ar­stjóra Kópa­vogs í fund­ar­gerð bæj­ar­ráðs frá því í gær þar sem fjallað er um niður­stöður útboðs á efn­is­veg­um mal­biks fyr­ir Kópa­vog 2021-2022.

<>

Mal­bik­un­ar­stöðin Höfði hf. sem er í eigi Reykja­vík­ur­borg­ar átti lægsta til­boð.

Aðrir bæj­ar­full­trú­ar tóku und­ir

„Ég tel að fyr­ir­tækið og Reykja­vík­ur­borg ætti að sjá sóma sinn í að halda sig við að fram­leiða fyr­ir göt­ur í eig­in sveit­ar­fé­lagi, sem er með um helm­ing af gatna­kerfi á höfuðborg­ar­svæðis­ins, í stað þess að seil­ast í ná­granna­sveit­ar­fé­lög­in. Þá hef­ur komið í ljós að gæði mal­biks­ins hafa verið með þeim hætti að Vega­gerðin hef­ur tak­markað viðskipti við fyr­ir­tækið. Þarna er um ójafn­an leik á milli aðila á markaði að ræða,“ seg­ir enn frem­ur í bók­un Ármanns.

Birk­ir Jón Jóns­son, bæj­ar­full­trúi Fram­sókn­ar og Kar­en E. Hall­dórs­dótt­ir, bæj­ar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokks­ins tóku und­ir bók­un Ármanns.

Theó­dóra S. Þor­steins­dótt­ir, bæj­ar­full­trúi BF Viðreisn­ar, tók í sama streng og bókaði eft­ir­far­andi:

„Und­ir­rituð tel­ur óeðli­legt að fyr­ir­tæki í eigu sveit­ar­fé­lags keppi á sam­keppn­ismarkaði. Mik­il­vægt er að aðilar á sam­keppn­ismarkaði keppi á jafn­ræðis­grund­velli. Á meðan Höfði er í eigu Reykja­vík­ur­borg­ar er ekki hægt að tryggja jafn­ræði. Það sama á við Sorpu bs. og aðra starf­semi í sam­keppn­is­rekstri í eigu sveit­ar­fé­laga.“

Þrír buðu í verkið

Þrjú til­boð bár­ust í efn­isút­veg­um fyr­ir Kópa­vog fyr­ir árin 2021 og 2022. Með efn­isút­veg­um er átt við fram­leiðslu og af­hend­ingu á mal­biks­efni fyr­ir ný­lagn­ir mal­biks á göt­um, göngu­stíg­um, plön­um og gang­stétt­um, mal­biks­yfir­lagn­ingu og eft­ir at­vik­um fyr­ir mal­biksviðgerðir er fram kem­ur í útboðsgögn­um.

Mal­bik­un­ar­stöðin Höfði hf., Colas Ísland hf. og Mal­bik­un­ar­stöðin ehf. buðu öll í verkið. Sem fyrr seg­ir átti Mal­bik­un­ar­stöðin Höfði lægsta til­boð upp á 79.980.000 krón­ur, eða 96% af kostnaðaráætl­un.

Colas Ísland átti næst lægsta til­boðið sem hljóðaði upp á 81.760.000 krón­ur, eða 98% af kostnaðaráætl­un og Mal­bik­un­ar­stöðin hf. átti hæsta boð upp á 95.280.000 krón­ur, eða 114% af kostnaðaráætl­un.

Heimild: Mbl.is