Home Fréttir Í fréttum Eitt helsta kennileiti fyrri ára á Akranesi rifið

Eitt helsta kennileiti fyrri ára á Akranesi rifið

239
0
Fólksbílastöðin þann 4. maí 2021. Mynd: Skagafrettir.is

Um þessar mundir stendur yfir niðurrif á húsi við Kirkjubraut sem var eitt sterkasta kennileiti Akraness á árum áður og var einnig vinsæll samkomustaður unglinga á Akranesi á árum áður.

<>

Fólksbílastöðin eða „Fóló“ var miðpunkturinn í lífi margra. Húsið var tekið í notkun á sjötta áratug síðustu aldar.

Þannig leit Fólksbílastöðin út á árunum 1960-1969. Mynd/Ljósmyndsafn Akraness

Í húsinu voru leigubílstjórar með aðstöðu til margra ára, þar var einnig dæmigerð íslensk sælgætisverslun eða sjoppa og samhliða var eldsneytissala og þjónusta tengd bifreiðum.

Á undanförnum áratugum hefur ýmis rekstur verið í húsinu en húsið hefur staðið autt undanfarin ár.

Framundan er uppbygging á þessum byggingareit – en fjölbýlishús verður byggt á þessum stað og á jarðhæðinni er gert ráð fyrir rými fyrir verslun – eða þjónustu.

Heimild: Skagafrettir.is