Home Fréttir Í fréttum Flöskuhálsinn sé lóðaskortur

Flöskuhálsinn sé lóðaskortur

103
0
Mynd: Haraldur Guðjónsson/vb.is

Aðalhagfræðingur SI telur lausnina við þenslu á fasteignamarkaði vera að auka framboð fremur en að stíga á bremsuna á eftirspurnarhliðinni.

<>

Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarsins, telur lausnina við þenslu á fasteignamarkaðnum vera að auka framboðið fremur en að stíga á bremsuna á eftirspurnarhliðinni með aðgerðum á borð við hækkun stýrivaxta eða hærri eiginfjárkröfum banka vegna húsnæðislána.

„Við erum að glíma við mikið atvinnuleysi og viljum skapa störf og þau verða meðal annars til í byggingageiranum.“ Verktakar telji framboð lóða helsta áhyggjuefnið nú um stundir.

„Verktakar innan okkar raða hafa bent á að flöskuhálsinn sé fyrst og fremst lóðaskortur, sérstaklega í ákveðnum sveitarfélögum.“ Flókið eftirlitskerfi og mikið regluverk hægi einnig á uppbyggingunni.

Fækkun íbúða í byggingu, sér í lagi á fyrstu stigum framkvæmda geti leitt af sér töluverðan vanda síðar meir en það tekur um tvö ár að jafnaði að byggja hús.

„Það hefur verið baráttumál hjá okkur að tryggja jafna uppbyggingu íbúða hér á landi. Núna þurfum við að gæta að því að lenda ekki í því að það verði skortur á fullbúnum íbúðum þegar hagkerfið tekur af stað eins og við höfum svo oft lent í gegnum tíðina þegar við höfum verið á þeim stað í hagsveiflunni.“

Heimild: Vb.is