Home Fréttir Í fréttum Framkvæmdir hafnar við uppbyggingu á nýju hverfi í Sandgerði

Framkvæmdir hafnar við uppbyggingu á nýju hverfi í Sandgerði

243
0
Mynd: Sudurnes.net

Framkvæmdir eru hafnar við uppbyggingu á nýju íbúðahverfi, Skerjahverfi í Sandgerði í Suðurnesjabæ. Magnús Stefánsson bæjarstjóri tók fyrstu skóflustungu í dag og hóf með því framkvæmdina.

<>

Eftir nýlegt útboð á verkinu hefur Suðurnesjabær samið við Ellert Skúlason ehf um framkvæmdina. Fyrr í vor lauk framkvæmdum við tengingu á fráveitu hverfisins við fráveitukerfi sveitarfélagsins og annaðist Tryggvi Einarsson jarðverktaki það verkefni.

Í deiliskipulagi Skerjahverfis er gert ráð fyrir blandaðri byggð einbýla, rað-og parhúsa og fjölbýlishúsa. Þar er því gert ráð fyrir uppbyggingu á íbúðum af ýmsum stærðum.

Í deiliskipulagi hverfisins er gert ráð fyrir alls 136 íbúðum, þar af 33 íbúðum í fjölbýli og 103 íbúðum í sérbýli. Sérbýlisíbúðir skiptast í 35 íbúðir í raðhúsum, 27 íbúðir í keðjuhúsum, 18 íbúðir í parhúsum og 23 íbúðir í einbýlishúsum.

Deiliskipulag Skerjahverfis (kort)

Í fyrsta áfanga í uppbyggingu Skerjahverfis er gert ráð fyrir alls 64 íbúðum, þar af 33 íbúðum í fjölbýli, 9 íbúðum í keðjuhúsum og 23 íbúðum í raðhúsum. Stefnt er að því að fyrstu lóðum verði úthlutað til bygginga síðsumars eða í byrjun hausts 2021.

Þegar hafa komið fyrirspurnir um nokkrar íbúðalóðir í hverfinu, þannig að gera má ráð fyrir að töluverð eftirspurn verði eftir íbúðalóðum í þessu nýja íbúðahverfi. Þess má geta að gert er ráð fyrir lóð til uppbyggingar á fjölbýlishúsi á vegum leigufélagsins Bjargs.

Heimild: Sudurnes.net